Sjáðu ítarlegt viðtal við Ólaf Inga og Heimi í Indónesíu


A landslið karla mætir Indónesíu á morgun, fimmtudag, og fer leikurinn fram á Mandala Krida vellinum í Yogyakarta.

Leikurinn hefst klukkan 11:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur gengið vel, en liðið kom til Indónesíu á sunnudaginn síðastliðinn. Leikmenn eru að venjast tímamismuninum, en hitinn er mikill og því mikið drukkið af vatni.

Hér að ofan og neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Inga Skúlason og Heimi Hallgrímsson þjálfara liðsins.


desktop