Þórarinn Ingi: Ætlum að klára þetta með stæl


Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður FH í Pepsi-deildinni, var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

Þórarinn Ingi og félagar í FH þurfa aðeins stig í næsta leik gegn Breiðabliki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum.

Þórarinn segir að það verði stefnt að því að sækja öll stigin í þeim leik en FH hefur verið á frábæru róli undanfarið.

,,Þetta lítur vel út og við þurfum bara að halda áfram. Við förum í Blikaleikinn eins og hina leikina, við höfum unnið sjö leiki í röð og erum að gera eitthvað rétt,“ sagði Þórarinn.

,,Flestir fara ekkert í leik til að gera jafntefli, þá ertu bara að bjóða hættunni heim og við förum ekkert þannig í þennan leik.“

,,Við höfum náð að þjappa okkur vel saman, við leikmennirnir fórum vel yfir hvað var að og náðum góðum móral og góðri stemningu.“

,,Þetta er vænleg staða en það getur allt gerst í fótbolta. Við ætlum þó að klára þetta með stæl.“


desktop