Tobias Thomsen: Þetta er lið sem hentar mér vel


„Valur var besta liðið síðasta sumar, þeir unnu deildina með 10 stiga mun og spiluðu sóknarbolta allt tímabilið og það hentar mér vel,“ sagði Tobias Thomsen nýjasti leikmaður Vals á Hlíðarenda í dag.

Tobias skrifar undir eins árs samning við félagið, með möguleika á árs framlengingu en hann spilaði með KR í Pepsi-deildinni síðasta sumar þar sem hann skoraði 13 mörk í 25 leikjum.

„Þetta er sterk deild á Íslandi og þú þarft að vera líkamlega sterkur til að spila hérna. Leikmennirnir hérna eru einnig teknískir og það hentar mér vel. Ég vil alltaf vera að bæta mig sem knattspyrnumaður og vonandi get sýnt mínar bestu hliðar hérna.“

„Ég fylgist vel með Val í fyrra og þetta er skemmtilegt, sóknarþenkjandi lið. Það er mikið af leikmönnum hér sem lesa leikinn vel og geta búið eitthvað til og ég tel að leikstíll minn henti þessum leikmönnum mjög vel,“
sagði Tobias m.a.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.


desktop