Willum: Menn voru að selja sig


Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, viðurkennir að það sé svekkjandi að hafa ekki unnið Fjölni í dag. Ljóst er að KR á ekki lengur möguleika á Evrópusæti.

,,Við ætluðum svo sannarlega að spila okkur upp í úrslitaleik í lokaumferð og við gerðum allt hér í dag til þess og mér fannst KR liðið spila feikilega vel,“ sagði Willum.

,,Þetta var fjörugur leikur or mörk verða nú oftast fyrir einhver mistök einvers staðar. Fjölnismenn skora tvö góð mörk og koma á okkur af afli þegar þeir lentu undir og ná að jafna.“

,,Við vorum full ákafir í því að halda, sérstaklega í seinna markinu, menn voru að selja sig svolítið í því marki.“


desktop