Willum um soninn: Hann fær að sofa heima í kvöld


Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum í kvöld í 1-1 jafntefli við Breiðablik.

,,Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik og maður var að vonast að maður myndi komast í gegnum hann á jöfnu,“ sagði Willum.

,,Við gerðum þetta aðeins erfiðara með að vera 1-0 undir en frábær seinni hálfleikur svo þetta var svolítið kaflaskipt.“

,,Hugarfarið hefur verið mjög sterkt og ég fann það að við trúðum því að við gætum jafnað og svo auðvítað heimsklassa markvarsla frá Gulla.“

Elsti sonur Willums var á varamannabekk Blika í kvöld og fær hann sem betur fer að sofa heima eftir leik kvöldsins.

,,Eigum við ekki að segja að þetta hafi farið þannig að hann fær að sofa heima í kvöld. Þetta var svolítið sérstakt en jákvætt og gaman.“


desktop