Drátturinn í Meistaradeildinni: Arsenal í mjög erfiðum riðli – Íslendingarnir fá hörkuleiki

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en riðlakeppnin hefst í næsta mánuði.

Kári Árnason og félagar hans í Malmö fá svakalegan riðil en þeir eru með PSG, Real Madrid og Shakhtar Donetsk sem þýðir að Zlatan Ibrahimovic mætir í heimsókn á sin gamla heimavöll.

Arsenal fékk erfiðasta riðilinn af ensku liðinum en þeir eru með þýskalandsmeisturum Bayern Munich, Olympiacos og Dinamo Zagreb en þá er ljóst að Alfreð Finnbogason mætir á Emirates með liði sínu Olympiacos.

Manchester United er í riðli með PSV, CSKA Moskvu og Wolfsburg þar sem allt getur gerst.

Manchester City fékk líka erfiðan riðil líkt og Arsenal en þeir eru með Juventus, Sevilla og Mönchengladbach.

Þá mætir Jose Mourinho aftur á sinn gamla heimavöll í Porto en Chelsea er með Porto, Dynamo Kyiv og Tel-Aviv í riðli sem verður að teljast frekar auðveldur miðað við hin ensku liðin.

Dráttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

A-Riðill:
PSG
Real Madrid
Shakhtar Donetsk
Malmö

B-Riðill:
PSV
Manchester United
CSKA Moskva
Wolfsburg

C-Riðill:
Benfica
Atletico Madrid
Galatasaray
Astana

D-Riðill:
Juventus
Manchester City
Sevilla
Mönchengladbach

E-Riðill:
Barcelona
Bayer Leverkusen
Roma
Bate

F-Riðill:
Bayern Munich
Arsenal
Olympiacos
Dinamo Zagreb

G-Riðill:
Chelsea
Porto
Dynamo Kyiv
Tel-Aviv

H-Riðill:
Zenit
Valencia
Lyon
Gent


desktop