„Wolfsburg bjargar sér án De Bruyne“

Leonid Slutsky, stjóri CSKA Moscow segir að Wolfsburg muni bjarga sér án Kevin De Bruyne, fyrrum stjörnu liðsins sem var seldur til Manchester City fyrr í sumar.

Liðin mætast í riðlakeppni Meistaradeildarinanr í vikunni en Slutsky segir að með tilkomu Dante og Julian Draxler sé liðið alveg jafn sterkt og það var í lok síðustu leiktíðar.

„Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Wolfsburg er með mjög gott lið, þótt þeir hafi misst De Bruyne þá eru þeir með nýja leikmenn sem verða hungraðir í að sanna sig. Það er pressa á mér og liðinu en við munum höndla hana.“


desktop