Arturo Vidal hættur við að hætta

Arturo Vidal, miðjuaður Bayern Munich og Síle er hættur við að hætta með landsliðinu.

Miðjumaðurinn greindi frá því á dögunum að hann ætlaði sér að hætta með landsliðinu eftir HM í Rússlandi.

Síle verður hins vegar ekki með í Rússlandi næsta sumar en liðið hafnaði í sjötta sæti Suður-Ameríku liðsins eftir 3-0 tap gegn Brasilíu í lokaleik riðilsins.

Fjölmargir stuðningsmenn Síle skoruðu á Vidal að hætta við að hætta og hann ákvað að taka þeirri áskorun.

Hann mun því gefa kost á sér í landsliðið áfram og verður að öllum líkindum með Síle í næstu Copa America árið 2019.


desktop