Atletico Nacional hlaut háttvísiverðlaun FIFA

Nú í kvöld fer fram formlega verðlaunaafhending FIFA þar sem að besti leikmaður ársins 2016 verður verðlaunaður.

Baráttan er á milli þeirra Lionel Messi, sóknarmanns Barcelona og Cristiano Ronaldo, sóknarmanns Real Madrid.

Flestir reikna með því að Ronaldo hreppi verðlaunin en þá verður knattspyrnukona ársins einnig verðlaunuð, sem og lið ársins og þjálfari ársins.

Það var kólumbíska félagið Atletico Nacional sem hlaut háttvísi verðlaun FIFA í ár en þeir óskuðu eftir því að brasilíska félagið Chapecoense yrði gert að Suður-Ameríku meistara eftir að meirihluti leikmanna liðsins létust í flugslysi.

Nacional og Chapecoense áttu að mætast í úrslitaleik Suður-Ameríska ofurbikarsins en ekkert varð úr leiknum vegna flugslyssins.


desktop