Beckham færist nær því að stofna MLS lið í Miami

Þeir sem ætla sér að stofna nýtt lið á Miami til að taka þátt í MLS deildinni eru að færast nær planinu sínu.

Í gær var kynntur nýr heimavöllur liðsins sem vonast er til að geti farið í byggingu innan tíðar.

Erfitt er að finna gott svæði á Miami og David Beckham sem verður einn stærsti eigandi liðsins hefur unnið í þessum málum.

Nú hefur svæðið fundist en plássið var ekki nógu mikið til að koma mörgum bílastæðum fyrir.

Því mun félagið leggja áherslur á almenningssamgöngur og fleira til að koma fólki á völlinn.

Myndir af vellinum eru hér að neðan.


desktop