Brasilíski landsliðshópurinn: Luiz fær loksins tækifæri

David Luiz, varnarmaður Chelsea, hefur loksins verið kallaður í brasilíska landsliðshópinn á nýjan leik.

Luiz hefur átt frábært tímabil með Chelsea en liðið fagnaði sigri í ensku úrvalsdeildinni fyrr í mánuðinum.

Luiz hefur þó alls ekki verið inni í myndinni hjá Tite, landsliðsþjálfara Brasilíu sem var ekki mikill aðdáandi varnarmannsins.

Tite hefur nú ákveði að gefa Luiz annan séns en hann er nú í landsliðshópnum í fyrsta skiptið í meira en eitt ár.

Brasilía mun spila leiki við Argentínu og Ástralíu í júní en hópinn má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn: Diego Alves (Valencia), Weverton (Atletico-PR), Ederson (Benfica).

Varnarmenn : David Luiz (Chelsea), Gil (Shandong Luneng), Jemerson (Monaco), Rodrigo Caio (Sao Paulo), Thiago Silva (PSG), Alex Sandro (Juventus), Fagner (Corinthians), Filipe Luis (Atletico Madrid), Rafinha (Bayern).

Miðjumenn : Fernandinho (Manchester City), Giuliano (Zenit), Lucas Lima (Santos), Paulinho (Guangzhou Evergrande), Coutinho (Liverpool), Renato Augusto (Beijing Guoan), Rodriginho (Corinthians), Willian (Chelsea).

Framherjar: Diego Souza (Sport), Douglas Costa (Bayern Munich), Gabriel Jesus (Manchester City), Taison (Shakhtar).


desktop