Carvalho næstur til Kína

Shangai SIPG í Kína hefur gengið frá samningi við Ricardo Carvalho.

Carvalho hefur verið án félags síðan samningur hans við Monaco var á enda síðsta sumar.

Carvalho er 38 ára gamall en hann hefur átt frábæran feril með Real Madrid, Chelsea og fleiri liðum.

Hann er nú nýjasta stjarnan sem skellir sér til Kína en hann gerir eins árs samning.

Ótrúlegt magn er af fjármunum í Kína en Shangai SIPG gerði Carlos Tevez að launahæsta leikmanni í heimi á dögunum.


desktop