Falcao viðurkenni að hafa rætt um að gera jafntefli

Radamel Falcao framherji Kólumbíu viðurkennir að hafa rætt við leikmenn Perú um að gera jafntefli í leik liðanna á þriðjudag.

Jafntefli dugði Kólumbíu til að fara beint inn á HM í Rússlandi og jafntefli dugaði Perú til að fara í umspil um laust sæti.

Meira:
Myndband: Falcao sakaður um alvarlegan hlut – Samdi um jafntefli

Falcao ræddi því við leikmenn Perú um að úrslitin eins og þau væru myndu gera báðum liðum gott.

,,Við vissum hvað væri að gerast í öðrum leikjum, við vissum að þessi úrslit myndi duga okkur áfram, ég reyndi að láta leikmenn Perú vita,“ sagði Falcao.

Renato Tapia leikmaður Perú staðfestir að Falcao hafi rætt við sig. ,,Á síðustu fimm mínútunum þá vissum við stöðuna í hinum leikjunum, við gerðum það sem við þurfum. Falcao sagði mér að við værum bæði áfram, við reyndum að vinna leikinn.“


desktop