Felipe Melo snýr aftur heim

Miðjumaðurinn Felipe Melo er farinn heim til Brasilíu en þetta var staðfest nú rétt í þessu.

Þessi 33 ára gamli leikmaður hefur til þessa leikið með Inter Milan á tímabilinu en hefur fengið leyfi til að fara.

Melo var ekki í plönum Stefano Pioli, stjóra Inter en hann lék aðeins fimm deildarleiki á tímabilinu.

Palmeiras í Brasilíu hefur tryggt sér leikmanninn og skrifaði hann undir þriggja áras amning.

Melo kom víða við í Evrópu en hann lék einnig með Galatasaray og Juventus.


desktop