FIFA íhugar að taka Heimsmeistaramótið af Katar

FIFA íhugar nú að taka Heimsmeistaramótið af Katar en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag.

Valið hjá FIFA, um að halda mótið í Rússlandi í ár og svo Katar árið 2022 hefur verið harðlega gagnrýnt.

Þá hafa verið uppi orðrómar um það að yfirmenn hjá FIFA hafi þegið háar fjárhæðir til þess að koma mótunum til Rússlands og Katar.

Framkvæmdin í Katar hefur verið mikið gagnrýnd að undanförnu en landið byggir nú leikvanga fyrir mótið og notar til þess ódýrt vinnuafl.

Þá hafa margir verkamenn látið lífið í framkvæmdunum og hefur starfsmönnunum verið líkt við þræla sem hafa engin réttindi.

Eins og áður sagði íhugar FIFA nú að taka mótið af Katar og færa það til annaðhvort Englands eða Bandaríkjanna en það myndi vissulega gleðja knattspyrnuáhugamenn að sjá mótið á þessum stöðum.


desktop