Fimmtugur framherji skrifar undir nýjan samning

Framherjinn Kazuyoshi Miura hefur krotað undir nýjan samning við lið Yokohoma FC í Japan.

Þetta var staðfest í dag en Miura hefur leikið með liðinu frá árinu 2005 eftir að hafa reynt fyrir sér í Evrópu áður.

Miura spilaði með liðum á borð við Santos, Genoa og Dinamo Zagreb áður en hann sneri aftur til heimalandsins.

Fréttirnar væru kannski ekki merkilegar fyrir utan þá staðreynd að Miura er að vera fimmtugur að aldri.

Miura verður 50 ára gamall í febrúar á næsta ári og mun því stíga á völlinn fyrir Yokohoma 50 ára gamall.


desktop