Glódís og Sara Björk á skotskónum í Meistaradeildinni

Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum þegar Rosengård vann Oimpia Cluj 4-0 í Meistaradeildinni í dag.

Rosengård vann fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum 1-0 og því samanlagt 5-0.

Glódís Perla skoraði síðasta mark leiksins en það kom í uppbótartíma.

Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði og lagði upp þegar Wolfsburg slátraði Atletico Madrid í kvöld.

Wolfsburg vann 12-2 sigur og samanalgt 15-2 en fyrri leiknum hafði lokið með 3-0 sigri Söru og félaga.

Bæði lið verða í pottinum í 16 liða úrslitum þar sem þær geta mætt Stjörnunni.


desktop