Khedira með mjög gott skot á EA Sports og Fifa

Sami Khedira, miðjumaður Juventus og þýska landsliðsins setti inn skemmtilega færsliu á Twitter í dag.

Þar skýtur Þjóðverjinn á útlit sitt í Fifa 18 tölvuleiknum sem kom út í lok september en margir knattspyrnumenn spila leikinn reglulega.

Khedira vill meina að hann sé ekki nægilega líkur sjálfum sér í leiknum, aðallega vegna þess að hann er með sítt hár í Fifa 18.

„Ég er mjög ánægður með það að þið séuð hrifnir af síða hárinu mínu en ég hef verið stutthærður núna undanfarin tvö ár,“ sagði Khedira.

Færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neða.


desktop