Leikmaður Svía hraunar yfir stuðningsmenn ítalska landsliðsins

Mikael Lustig, leikmaður sænska landsliðsins er allt annað en sáttur með stuðningsmenn ítalska landsliðsins.

Svíar gerðu markalaust jafntefli við Ítala á San Siro í gær en fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Svía og verða þeir því með á HM í Rússlandi en Ítalir eru úr leik.

Stuðningsmenn ítalska liðsins létu öllum illum látum þegar sænski þjóðsöngurinn var spilaður og bauluðu mikið og er Lustig allt annað en sáttur með þessa hegðun.

Hann kallaði stuðningsmennina „andskotans hórur“ á meðan að þeir bauluðu sem hæst en það er Mirror sem greinir frá þessu.

Eins og áður sagði verða Svíar með á HM í fyrsta sinn síðan 2006 en Ítalir verða ekki með en það gerðist síðar árið 1958.


desktop