Lið ársins 2016 hjá FIFA lak óvart á netið

Þann 9. janúar næstkomandi mun FIFA halda uppskeruhátíð sína fyrir árið 2016.

Cristiano Ronaldo vann Gullknöttinn fræga í desember fyrir árið 2016 en FIFA ákvað að vera ekki með í verðlaununum í ár.

Þeir ákvaðu að halda sína eigin uppskeruhátið en Ballon d’Or hefur verið afhentur í samstarfi við France Football í gegnum tíðina.

Flestir reikna með því að Ronaldo verði valinn leikmaður ársins hjá FIFA en það sem vekur mesta athygli, þessa stundina í það minnsta er lið ársins hjá FIFA sem virðist hafa lekið á netið í morgun samkvæmt 101 Great Goals.

Það kemur ýmislegt á óvart, sér í lagi staðreyndin um að Luis Suarez er ekki í liðinu og þá er Thiago Silva í vörninni en ekki Pepe sem vann bæði Meistaradeildina og Evrópukeppnina á árinu.

Þá eru níu leikmenn liðsins í annaðhvort Real Madrid eða Barcelona en hinir tveir spila í Frakklandi og Þýskalandi en hvort þetta verði úrslitin þann 9. janúar skal látið ósagt.


desktop