Messi: Higuain er okkur mjög mikilvægur

Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins segir að Gonzalo Higuain sé liðinu afar mikilvægur.

Higuain hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöður sínar með landsliðinu en Messi ítrekar að hann skipti liðið miklu máli.

„Pipa hefur tekið gagnrýnina nærri sér undanfarin ár og það var gott fyrir hann að fá hvíld frá landsliðinu,“ sagði Messi.

„Það var hins vegar mikilvægt fyrir okkur að hann verði með á HM, hann er einn besti framherji heims,“ sagði hann að lokum.


desktop