Myndir: Neymar heilsaði upp á meiddan Gabriel Jesus

Gabriel Jesus, framherji Manchester City mun að öllum líkindum missa af restinni af tímabilinu.

Framherjinn meiddist í 2-0 sigri City á Bournemouth á mánudaginn síðasta en óttast er að hann muni missa af restinni af tímabilinu.

Jesus hefur verið frábær síðan hann kom til City í janúarglugganum og því ljóst að þetta er mikið áfall fyrir hann sem og City en hann hefur haldið Kun Aguero á bekknum í undanförnum leikjum.

Hann gekkst undir aðgerð á dögunum vegna meiðslanna í Barcelona og ákvað Neymar, samherji hans hjá brasilíska landsliðinu að heilsa upp á félaga sinn.

Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop