Neyðarlegt atvik hjá FIFA – Týndu rándýrum úrum

Verðlaunafhendin FIFA fyrir árið 2016 fór fram í byrjun vikunnar en þar var Cristiano Ronaldo meðal annars kjörinn leikmaður ársins.

Hver sigurvegari á hátíðinni átti að fá að gjöf Hublot úr sem kostar 10 þúsund pund eða tæpa eina og hálfa milljón.

Úrin voru flutt úr höfuðstöðvum FIFA yfir í sjónvarpssal en þau týndust á leiðinni.

Úrin fundust ekki þegar afhendingin var að byrja en FIFA náði að redda tveimur úrum sem Cristiano Ronaldo og Claudio Ranieri fengu.

Þetta er afar neyðarlegt en FIFA leitar nú úranna sem átti að afhenda. Ljóst er þó að Claudio Ranieri má ekki nota úrið sem hann fékk enda er hann með samning við Tag Heuer.


desktop