Paulinho gerir allt vitlaust – Sást á mynd með klámstjörnu

Paulinho miðjumaður Guangzhou Evergrande hefur verið refsað fyrir að sjást með frægri klámstjörnu í Kína.

Klámstjarnan sem var með Paulinho á mynd er frá Japan og er afar þekkt.

Paulinho var mættur með henni að auglýsa fyrir veðmálafyritæki i Kína en Guangzhou Evergrande vissi ekki af þesusm plönum hans.

,,Við fórum að rannsaka málið um leið og við fréttum af þessu,“
sagði í yfirlýsingu Guangzhou Evergrande.

,,Við fundum það út að Paulinho samþykkti að auglýsa fyrir fyrirtækið án okkar vitundar og hann gleymdi að í samningi hans eru ákvæði um svona.“

Óvíst er hvert framhaldið verður en sögur hafa verið á kreiki um að Guangzhou Evergrande muni rifta samningi sínum við Paulinho.


desktop