Segir það engan dans á rósum að spila með Lionel Messi

Paulo Dybala, sóknarmaður Juventus segir að það sé ekki alltaf dans á rósum að spila með Lioenl Messi, sóknarmanni Barcelona.

Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar en hann og Dybala eru samherjar hjá argentínska landsliðinu.

Dybala hefur oft verið líkt við Lionel Messi og reikna sparkspekingar með því að sá fyrrnefndi muni ganga til liðs við Börsunga, einn daginn.

„Ég er svo heppinn að fá að spila með Messi í landsliðinu og ég lít á það sem mikinn heiður að fá að spila með honum og læra af honum.“

„Sannleikurinn er samt sá að það er erfitt fyrir mig að spila með honum, því við spilum í sömu stöðu. Ég reyni að vera hreyfanlegur fyrir hann og opna svæðin.“

„Það er ekki auðvelt, það get ég sagt ykkur en það er klárt mál að ég þarf að aðlaga minn leik að hans þegar að ég spila með landsliðinu.“


desktop