Silvia Neid er þjálfari ársins hjá FIFA í kvennaflokki

Nú í kvöld fer fram formlega verðlaunaafhending FIFA þar sem að besti leikmaður ársins 2016 verður verðlaunaður.

Baráttan er á milli þeirra Lionel Messi, sóknarmanns Barcelona og Cristiano Ronaldo, sóknarmanns Real Madrid.

Flestir reikna með því að Ronaldo hreppi verðlaunin en þá verður knattspyrnukona ársins einnig verðlaunuð, sem og lið ársins og þjálfari ársins.

Silvia Neid, þjálfari þýska landsliðsins var valinn þjálfari ársins í kvennaflokki en hún stýrði Þjóðverjum til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.


desktop