Taarabt lánaður til Genoa

Vængmaðurinn Adel Taarabt hefur skrifað undir samning við lið Genoa í efstu deild á Ítalíu.

Þetta var staðfest af félaginu í gær en Taarabt kemur til félagsins á lánssamningi frá Benficaí Portúgal.

Taarabt er þekktastur fyrir dvöl sína hjá Queens Park Rangers á Englandi þar sem hann gerði frábæra hluti.

Síðan hann gekk í raðir Benfica árið 2015 hafa hlutirnir ekki gengið upp og hefur hann aðallega verið með varaliðinu.


desktop