Tevez kemst ekki í hóp af því að hann er of feitur

Tevez fór til Kína.

Wu Jingui nýr þjálfari Shanghai Shenhua ætlar ekki að velja Carlos Tevez í liðið sitt því hann er of feitur.

Jingui segir að framherjinn sé ekki í formi en hann er launahæsti leikmaður í heimi.

Tevez þénar 650 þúsund pund á viku í Kína en hefur lítinn áhuga á að vera þarna.

,,Ég mun ekki velja hann núna, hann er ekki klár líkamlega í að spila,“ sagði Jingui sem tók við starifnu af Gus Poyet.

,,Hann er of feitur, hann og Fredy Guarin. Ég ver að taka ábyrgð á liðinu og leikmönnum.“

,,Ef þú ert ekki klár í að leggja þig allan fram þá vel ég þig ekki. Ég hef þjálfað stjörnur og leikmenn mínir eru aldrei valdir í liðið vegna þess þvi hverjir þeir eru.“


desktop