Þakkaði eiginkonunni og kærustunni fyrir eftir leik

Mohammed Anas leikmaður Free State í Suður Afríku varð heimsfrægur um helgina eftir viðtal sem hann fór í.

Anas skoraði tvö mörk í sigri Free State og Cape Town og var valinn maður leiksins.

Eftir það var hann kallaður í sjónvarpssviðtal en því hefði hann líklega átt að sleppa.

Anas fór að þakka fyrir sig í viðtalinu en þar virðist hann hafa kjaftað aðeins af sér.

Hann þakkaði bæði eiginkonu sinni og kærustu sinni fyrir eftir leik, spurning er hvort þær vita af hvor annari.

„Ég er þakklátur fyrir eiginkonu mína og fyrir kærustuna mína,“ sagði Anas sem var ekki lengi að átta sig á mistökum sínum.

„Afsakið mig, ég ætlaði að segja, eiginkonu.“

Atvikið má sjá hér að neðan.


desktop