Þessir tuttugu voru efstir í kjörinu á besta leikmanni heims

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður Real Madrid hlaut Ballon d’Or verðlaunin frægu á verðlaunaafhendingu France Football núna rétt í þessu.

Ronaldo átti frábært ár með Real Madrid og vann Meistaradeildina og spænsku úrvalsdeildina með liðinu.

Þetta er í fimmta skiptið sem hann vinnur verðlaunin og hefur hann nú jafnað Lionel Messi, sóknarmann Barcelona sem hefur einnig unnið verðlaunin í fimmgang.

Margir af bestu knattspyrnumönnum heims voru tilnefndir í valinu en hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá tuttugu leikmenn, sem voru efstir í kjörinu í ár.

20. De Gea
19. Hazard
18. Griezmann
17. Kroos
16. Marcelo
15. Dybala
14. De Bruyne
13. Suárez
12. Isco
11. Cavani
10. Kane
9. Lewandowski
8. Kanté
7. Mbappé
6. Ramos
5. Modrić
4. Buffon
3. Neymar
2. Messi
1. Ronaldo


desktop