Þetta eru liðin sem eru líklegustu til þess að vinna Meistaradeildina

Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað.

Basel tekur á móti Manchester City klukkan 19:45 og þá mætast Juventus og Tottenham á Ítalíu á sama tíma.

Porto og Liverpool mætast svo á morgun, líkt og PSG og Real Madrid og því ljóst að það er mikil fótboltaveisla framundan.

City þykir líklegast til þess að vinna Meistaradeildina eins og staðan er í dag en hér fyrir neðan má sjá hvernig liðum var raðað eftir styrkleikum.

16. Basel
15. Sevilla
14. Besiktas
13. Porto
12. Shakhtar Donetsk
11. AS Roma
10. Chelsea
9. Tottenham
8. Manchester United
7. Juventus
6. Liverpool
5. Bayern Munich
4. Real Madrid
3. PSG
2. Barcelona
1. Manchester City


desktop