Tólfan missti af stuðningsmannaverðlaunum FIFA til Liverpool og Dortmund

Nú í kvöld fer fram formlega verðlaunaafhending FIFA þar sem að besti leikmaður ársins 2016 verður verðlaunaður.

Baráttan er á milli þeirra Lionel Messi, sóknarmanns Barcelona og Cristiano Ronaldo, sóknarmanns Real Madrid.

Flestir reikna með því að Ronaldo hreppi verðlaunin en þá verður knattspyrnukona ársins einnig verðlaunuð, sem og lið ársins og þjálfari ársins.

Einnig voru stuðningsmenn ársins valdir í fyrsta sinn en þar voru það stuðningsmenn Liverpool og Dortmund sem hrepptu verðlaunin fyrir söng sinn á You’ll Never Walk Alone á Anfield þegar liðin mættust í Evrópudeildinni.

Tólfan, stuðningsmannsveit íslenska landsliðsins var einnig tilnefnd til verðlaunanna en eins og áður sagði voru það stuðningsmenn Liverpool og Dortmund sem hrepptu verðlaunin.


desktop