Viðar Örn með enn eitt markið

Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að skora í Ísrael en hann leikur þar með Maccabi Tel Aviv.

Viðar Örn var í byrjunarliði Maccabi í kvöld sem mætti H. Raanana og hafði betur með fjórum mörkum gegn einu.

Maccabi komst í 3-1 áður en Viðar bætti við sínu marki en mark hans kom á 69. mínútu í síðari hálfleik.

Maccabi er í öðru sæti deildarinnar eftir 17 umferðir en heilum átta stigum á eftir toppliði H. Beer Sheva.


desktop