Vilja fara með FIFA fyrir dóm vegna stækunnar á HM

Spænska úrvalsdeildin ætlar sér að berjast fyrir því að FIFA dragi stækkun sína á HM til baka.

FIFA staðfesti í dag að HM árið 2026 yrði 48 liða mót.

HM hefur síðustu ár verið 32 liða mót en nú verður mótið stækkað sem mun gefa FIFA miklu meiri tekjur.

Meira:
Útskýring – Svona verður HM með 48 liðum

Spænska deildin segir þetta fyrirkomulag óásættanlegt og vill að eitthvað verði gert.

Búast má við að fleiri þjóðir lýsi yfir áhyggjum sínum af þessum áformum FIFA en áður hafði þýska sambandið gert það.


desktop