Ágúst byrjaði sinn fyrsta leik í aðalliði Bröndby

Ágúst Hlynsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bröndby gegn Roskilde í dag.

Liðin eru að undirbúa sig fyrir það að danski boltin fari að rúlla á nýjan leik.

Ágúst kom til Bröndby frá Norwich seint á síðasta ári og hefur verið að finna taktinn.

Þessi öflugi miðjumaður er fæddur árið 2000 en hann lék með Breiðabliki áður en hann hélt í atvinnumennsku.

Eins og fyrr segir byrjaði Ágúst leikinn í dag en Bröndby vann 4-1 sigur.


desktop