Hjörtur með sjálfsmark – Björn Daníel ónotaður varamaður

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby sem heimsótti AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Björn Daníel Sverrisson var á meðal varamanna AGF og kom ekkert við sögu.

Hjörtur varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net í fyrri hálfleik.

Það hjálpaði AGF sem vann 2-0 sigur en Hjörtur lék allan leikinn í vörn Bröndby.

Bröndby er í fimmta sæti deildarinnar en AGF í því tíunda.


desktop