Myndband: Vandræði Óla Kristjáns í Danmörku

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Ólaf Kristjánsson og lærisveina hans í Randers í Danmörku.

Hannes Þór Halldórsson stendur vaktina í marki Randers en liðið byrjaði mótið afar illa.

Randers hafði ekki unnið í fyrstu sjö leikjum tímabilsins og fékk Canal 9 að vera með bakvið tjöldin.

Þar sést bakvið tjöldin og hvernig menn rífast um slæmt gengi liðsins.

Ólafur og félagar unnu hins vegar langþráðan sigur gegn AGF um liðna helgi og var sigurinn sannfærandi, 4-1.

Myndband af þessu er hér að neðan.


desktop