70 milljóna króna tilboði í Jón Guðna hafnað

Zulte Waregem hefur mikinn áhuga á að fá Jón Guðna Fjóluson varnarmann IFK Norrköping.

Belgíska félagið gerði tilboð í hann fyrir helgi en því var hafnað af Norrköping.

Annað tilboð kom hins vegar frá Belgíu en aftur hafnaði Norrköping boðinu.

Zulte Waregem bauð 5 milljónir sænskra króna sem eru um 70 milljónir íslenskra króna.

Jón Guðni er lykilmaður Norrköping og hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum.


desktop