Bale efstur hjá Ronaldo – Messi kaus Suarez

Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti leikmaður ársins fyrir árið 2016 en hann hafði betur gegn Lionel Messi og Antoine Griezmann.

Ronaldo fékk sjálfur að taka þátt í valinu og valdi hann liðsfélaga sinn hjá Real Madrid, Gareth Bale í fyrsta sætið.

Þar á eftir komu tveir aðrir liðsfélagar Ronaldo en það voru þeir Luka Modric og Sergio Ramos.

Messi valdi þá Luis Suarez sem besta leikmanninn, Neymar í annað sætið og Andres Iniesta í það þriðja.

Enginn leikmaður Barcelona lét sjá sig á afhendingunni í kvöld sem vakti töluverða athygli.


desktop