„Eðlilegt að kona borgi 42 þúsund krónur fyrir BigMac“

Elísabet Gunnarsdóttir hefur náð frábærum árangri með Kristanstad í Svíþjóð en hún hefur starfað í mörg ár hjá félaginu.

Allt var komið í steik fyrir rúmu ári síðan þegar félagið varð nánast gjaldþrota. Búið er að snúa við taflinu.

Elísabet var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni þar sem hún fór yfir kvennaknattspyrnuí Svíþóð.

Þar var ekki sýndur leikur Rosengård í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Það segir svo mikið um þessa vitleysu. Þetta er algjör þvæla. Ég skal koma með skemmtilega samlíkingu. Ég var á fyrirlestri í fyrradag hjá fyrrveranda framkvæmdastjóra Rosengård. Hann hefur átt í miklu stríði við UEFA hvað varðar þessa Meistaradeildarpeninga. Hann kom með mjög skemmtilegan samanburð á því sem UEFA finnst eðlilegt og þá erum við að tala um muninn á peningunum sem fara í styrki til félaganna sem taka þátt í Meistaradeildinni. Út frá þeim samanburði er eðlilegt að karlmaður borgi 45 sænskar krónur fyrir BigMac og kona borgi 42.000 sænskar krónur, eða hálfa milljón íslenskar,“ sagði Elísabet í Akraborginni.

„Ef þetta á að vera munurinn á milli kynjanna er vandamálið stórt. Og það byrjar hjá UEFA og FIFA. Það er fullt af peningum til staðar en þeir hafa valið að setja þá nánast að öllu leyti karlamegin. Ég mun aldrei segja að það eigi að vera jafnt í öllu. Það er allt önnur innkoma á karlaleikjum í Meistaradeildinni en það er svakalegur munur að fá ekkert eða brjálæðislega mikið.“

Viðalið er í heild hér að neðan.


desktop