Eriksen skaut Dönum á HM með þrennu

Danska landsliðið verður með á HM í Rússlandi eftir 1-5 sigur á Írlandi í kvöld.

Um var að ræða umspil um að komst til Rússlands en liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum.

Shane Duffy kom Írum yfir snemma leiks en Andreas Christensen jafnaði fyrir gestina.

Christian Eriksen tók svo yfir sviðið og setti í þrennu og skaut Dönum áfram.

Það var síðan snillingurinn, Nicklas Bendtner sme skoraði úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins.

Þessi magnaði miðjumaður lék sér að Írunum og skaut Dönum á HM. Danir bætast í hóp Svíþjóðar og Íslands sem verða í Rússlandi af Norðurlanda þjóðunum.


desktop