Eva Longoria afhendir FIFA verðlaunin

Besti knattspyrnumaður ársins hjá FIFA verður verðlaunaður í næstu viku.

Cristiano Ronaldo vann Gullknöttinn fyrir jól en nú er komið að FIFA verðlaununum.

Eva Longoria mun sjá um að kynna verðlaunin ásamt Marco Schreyl frá Þýskalandi.

Longoria er heimsfræg leikkona en Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Antoine Griezmann geta unnið verðaunin.

Þá verður besti leikmaður í kvennaflokki og mark ársins valið.


desktop