Giroud skorar eða býr til mark á tæplega klukkutíma fresti

Olivier Giroud, framherji Arsenal var algjör lykilmaður í liði Arsenal í gær þegar liðið náði 3-3 jafntefli við Bournemouth á útivelli.

Bournemouth komst í 3-0 í leiknum en Arsenal tókst að jafna metin í uppbótartíma þegar Giroud skoraði með skalla.

Hann lagði upp hin tvö mörk liðsins en framherjinn hefur verið afar drjúgur, þegar hann hefur fengið tækifæri í liðinu.

Hann skorar eða býr til mark á 49. mínútna fresti og er efstur á lista yfir leikmenn sem spila í topp fimm deildunum í Evrópu.


desktop