Hólmar Örn óhress – Segir Óskar Hrafn fara með rangt mál

Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmaður Maccabi Haifa er ekki sammála þeim launatölum sem Óskar Hrafn Þorvaldsson segir frá.

Óskar Hrafn hefur á Twitter verið að fara yfir laun íslenskra atvinnumanna í röð miðað við hvað þeir þéna.

Óskar sagði frá því að Hólmar hefði þénað 17 milljónir á þessu ári en hann var seldur frá Rosenborg á dögunum til Ísraels.

Hólmar fullyrðir að þessar launatölur hans séu ekki réttar og miðað við orð hans má ætla að Hólmar hafi það talsvert betur.

,,Sæll Óskar, heiðarleg tilraun en þarna ertu úti á þekju. Síðan var það Maccabi Haifa. En gleðilegt nýtt ár,“ skrifar Hólmar á Twitter


desktop