Hreint lak hjá Sverri og félögum

Sverrir Ingi Ingason var líkt og venjulega í byrjunarliði Rostov í úrvalsdeildinni í Rússlandi í dag.

Krasnodar kom í heimsókn en bæði lið hafa byrjað tímabilið af krafti.

Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnar Rostov í kvöld í markalausu jafntefli.

Rostov keypti Sverri frá Granada í sumar og hefur hann byrjað dvölina í Rússlandi vel.

Rostov er í þriðja sæti með 14 stig eftir sjö umferðir.


desktop