Jese færist nær því að fara frá PSG

Jese Rodriguez virðist vera á förum frá PSG aðeins hálfu ári eftir að hafa komið til félagsins.

Jese kostaði PSG 25 milljónir evra í sumar þegar hann kom frá Real Madrid.

Unai Emery hefur hinsvegar ekki hrifist haf Jese sem hefur byrjað aðeins einn leik í deildinni.

Hann var svo ekki í hóp í æfingaleik í gær en franska deildin er í pásu.

Jese er sterklega orðaður við Las Palmas á Spáni.


desktop