Kolbeinn á leið aftur til Frakklands

Kolbeinn Sigþórsson er á leið aftur til franska liðsins Nantes en hann er þessa stundina hjá Galatasaray í Tyrklandi.

Kolbeinn gekk í raðir Galatasaray í sumar en hann hefur endalaust verið meiddur og hefur ekki getað spilað.

Kolbeinn hefur enn ekki spilað leik fyrir tyrknenska stórliðið og er því um sorgarsögu að ræða.

Nantes lánaði Kolbein eins og áður sagði í sumar og mun hann snúa aftur til félagsins.

Kolbeinn er enn meiddur og er óvíst hvenær hann getur stigið aftur á knattspyrnuvöllinn.


desktop