Lewandowski hafnaði ótrúlegu tilboði frá Kína

Robert Lewandowski hafnaði ótrúlegu tilboði frá liði í Kína segir umboðsmaður hans, Cezary Kucharski.

Lewandowski er talinn vera einn besti framherji heims en hann skrifaði undir nýjan samning í desember.

Lið í Kína hafa verið dugleg að krækja í stjörnur og hefði Lewandowski orðið launahæstur í heimi hefði hann farið þangað.

,,Það var umboðsmaður sem sér um að fá stjörnur til Kína sem hafði samband við mig. Nafn félagsins var ekki gefið upp,“ sagði Kucharski.

,,Ef Lewy hefði farið til Kína þá hefði hann fengið mun hærri laun en 40 milljónir evra á ári sem er meira en Carlos Tevez.“


desktop