Malmö staðfestir kaup á Arnóri Ingva

Malmö í Svíþjóð hefur staðfest kaup sín á Arnóri Ingva Traustasyni frá Rapdíd Vín.

Arnór sem er 24 ára gamall skrifar undir samning til ársins 2021.

Arnór hefur verið á láni hjá AEK Aþenu síðustu mánuði en lítið sem ekkert fengið að spila.

Malmö varð meistari í Svíþjóð í ár en Arnór hefur átt fast sæti í íslenska landsliðshópnum.

Arnór er kantmaður sem ólst upp hjá Keflavík en hann fór til IFK Norköping í Svíþjóð árið 2014.

Þar var hann frábær og einn allra besti leikmaður deildarinnar. Malmö hefur góða reynslu af Íslendingum en Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson léku meðal annars með liðinu.


desktop