Margir Íslendingar í eldlínunni – Tap hjá Óla og félögum

Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers í dag sem mætti Odense í dönsku úrvalsdeildinni.

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Randers en hans menn þurftu að sætta sig við 3-1 tap á útivelli.

Hjörtur Hermannsson stóð vaktina í vörn Brondby sem vann 2-1 útisigur á Hobro en sigurmark Brondby kom undir lokin.

Í Svíþjóð voru einnig Íslendingar í eldlínunni og spilaði Kristinn Steindórsson í 2-2 jafntefli Jonkopings og Sundsvall.

Kristinn byrjaði leikinn í dag en hjá Jonkopings kom Árni Vilhjálmsson inná sem varamaður í blálokin.

Birkir Már Sævarsson byrjaði fyrir Hammarby í 1-1 jafntefli gegn Djurgarden. Arnór Smárason kom inná sem varamaður.

Haukur Heiðar Hauksson lék þá með AIK sem vann frábæran 6-1 útisigur á Hacken.


desktop